Mynd dagsins: Texas-Maggi á spítala - „Ég er fjölfatlaður“

Mynd dagsins: Texas-Maggi á spítala - „Ég er fjölfatlaður“

Magnús Ingi Magnússon betur þekktur sem Maggi á Texasborgurum og kallar sig nú Magga meistara þurfti að leita sér aðstoðar á spítala. Neyddist Magnús til að fara í aðgerð. Hann birti einnig myndskeið á Facebook þar sem hann útskýrði hvað væri búið að hrjá hann en margir vinir og aðdáendur höfðu beðið fregna af heilsu hans. Magnús segir í myndskeiðinu:

„Ég lofaði fréttum af sjálfum mér. Ég er fjölfatlaður. En Guð blessi Ísland. Í gær fór ég í aðgerð, kviðslit, gekk rosalega vel og allt í góðu lagi. Í beinu framhaldi að því, var ég á laugardaginn, löppin á mér hlýddi mér ekki. Ég spurði læknanna á Landspítalanum hvað ég ætti að gera.“

Magnús bætir við að læknar hafi bent honum á að fara á Læknavaktina, þaðan hafi hann verið sendur á bráðamóttöku.  

„Ég er búinn að vera í rúman sólarhring á spítala. Ég er búinn að fara í rosalega mikið af myndatökum. Það er komin greining á mál númer tvö, löppinni sem lætur ekki af stjórn. Ég er með brjósklos. Ég þarf að fá mér staf. Þetta gengur vonandi til baka á sex til átta vikum. Ég þarf að fara varlega með mig.“

Þá bætir Magnús við að hann hafi þurft að sofa frammi á gangi og bíða lengi eftir þjónustu. Þrátt fyrir það er hann afar sáttur við íslenska heilbrigðiskerfið. Magnús segir að lokum:

„Að endingu vil ég segja, guð blessi Ísland. Guð blessi íslenska heilbrigðiskerfið okkar. Ég hef fengið svakalega gott álit á heilbrigðiskerfið. Alls staðar var mér veitt góð þjónusta. Góðir Íslendingar, Maggi meistari kveður og hann er bara kominn á bataveg og allt í góðu lagi.“

 

Nýjast