Mynd dagsins: litla frænka einars varð fyrir ljótu einelti í haust

„Ofurmennið Einar Hansberg hefur nú lokið 19 klukkustundum í Varmárlaug í Mosfellsbæ þar sem hann ætlar sér að synda í tvo sólarhring samfleytt. Þvílíka vélin! Hann á nóg eftir! Einar stakk sér til sunds klukkan 17:00 í gær og vill hann með þessari þrekraun endurvekja athygli á átaki UNICEF á Íslandi gegn ofbeldi á börnum.“

Þannig hljómar tilkynning frá UNICEF.  Þar kemur enn fremur fram að Einar fór bæjarfélaga á milli í sumar og vann þar hverja þrekraun á fætur annarri fyrir átakið. Það fer ekki á milli mála að hann brennur fyrir þetta málefni og erum við honum ótrúlega þakkláta fyrir að vekja athygli á því.

Eins og fram kom hér á síðunni okkar í gær ákvað Einar að fara aftur af stað núna fyrir litla frænku sína sem lenti í ljótu einelti í skóla í haust og neyddist til að flytja sig um skóla. Ofbeldi á sér margar birtingarmyndir og allar eru þær ljótar.

Við hvetjum alla til að styðja Einar í lauginni með því að ljá átakinu Stöðvum feluleikinn undirskrift ykkar hér:

Þá er hægt að fylgjast með gangi mála hjá Einari með því að finna hann á Instagram undir notandanafninu: ehansberg

\"\"