Mynd dagsins: Konan sem hafði gríðarleg áhrif á Bubba – 53 árum síðar fékk hann tækifæri til að þakka fyrir sig

Mynd dagsins: Konan sem hafði gríðarleg áhrif á Bubba – 53 árum síðar fékk hann tækifæri til að þakka fyrir sig

Mynd dagsins að þessu sinni birti Bubbi Morthens á Facebook-síðu sinni ásamt hjartnæmri frásögn af konu sem hafði gríðarleg áhrif á hann.  Er myndin birt með góðfúslegu leyfi Bubba. Við gefum Bubba orðið:

„Þegar ég var lítill strákur var kona í blokkinni minni í Gnoðarvoginum hún Laufey. Hún átti sjónvarp sem voru voru sjaldgæf í hverfinu 1964 -5-6. Hún leyfði mér að horfa á sjónvarp hjá sér -Bítlana, Kinks og fleiri. Hún var hjartahlý hláturmild og góður nágranni. þessar heimsóknir mínar til hennar höfðu mikil áhrif á mig. Hún og maður hennar sem og börn fluttu 1966 uppi Árbæ,“ segir Bubbi og bætir við:

„Ég sá eftir þeim og oft hef ég hugsað til hennar og minnst með þakklæti hvað hún var mér góð. Um daginn fékk ég tækifæri að þakka fyrir mig á 90 ára afmæli hennar og söng ég fyrir hana. Þá sá ég hana aftur í fyrsta sinn síðan 1966 og mér fannst hún ekkert þannig séð hafa breyst. Ást er allt sem þarf.“

Nýjast