Mynd dagsins: kettir ölmu lögðu á flótta í flóðinu á flateyri - eru fjölskyldunni mjög kærir

Heimiliskettirnir tveir að Ólafstúni 14, sem varð fyrir snjóflóðinu sem féll á þriðjudagskvöld, eru báðir komnir í öruggt skjól eigendum þeirra til mikils léttis.

Alma Sóley Ericsdóttir Wolf, unglingsstúlkan sem lenti undir snjóflóðinu, sagðist í viðtali við RÚV hafa haft minnstar áhyggjur af sjálfri sér en meiri áhyggjur af fjölskyldu sinni og köttunum tveim enda eru þeir fjölskyldunni mjög kærir. 

Svaf vært úti í horni

Eyþór Jóvinsson, björgunarsveitarmaður og eigandi bókabúðarinnar á Flateyri sagði í samtali við mbl.is að kettirnir hefðu sést á hlaupum stuttu eftir flóðið en síðan hafi ekkert sést til þeirra fyrr en annar kötturinn fannst daginn eftir.

„Svo er ég að fara aft­ur inn í húsið í gær og fer inn í barna­her­bergi og þar sef­ur hann bara vært úti í horni, all­ur hinn ró­leg­asti. Hann var ekki fast­ur, hon­um hef­ur ein­hvern veg­inn tek­ist að flýja út í flóðinu og svo hef­ur hann bara leitað aft­ur heim í gamla rúmið sitt. Það björguðust all­ir, bæði mann­fólk og fer­fætl­ing­ar,“ sagði Eyþór við mbl.is.