Mynd dagsins: Ingibjörg hótar að láta drepa þessa hunda á næstu dögum

Mynd dagsins: Ingibjörg hótar að láta drepa þessa hunda á næstu dögum

Sveitarstjóri sveitarfélagins Grímsnes- og Grafningshrepps, Ingibjörg Harðardóttir, birtir tilkynningu á Facebook-síðu hreppsins. Þar má sjá tvo hunda sem eru í óskilum. Segir Ingibjörg að verði hundarnir ekki sóttir fyrir 15. júlí verði þeir aflífaðir á mánudaginn.

Hefur færslan vakið hörð viðbrögð en DV vakti fyrst athygli á málinu. Þá er sveitarstjórinn harðlega gagnrýndur: „Ósmekkleg og óvönduð vinnubrögð hjá yfirvöldum,“ segir ein manneskja undir þræðinum. Þá segir annar notandi á Facebook: „Mikið er þetta eitthvað ósmekkleg tilkynning!! Hvernig væri að hafa samband við Dýrahjálpina ef eigendur láta ekki heyra í sér.“ Þá er bent á að í dag séu hundar almennt ekki aflífaðir ef ekki næst í eigendur. Önnur sveitarfélög leita annarra leiða til að koma hundunum fyrir og hefur það gengið nokkuð vandræðalaust fyrir sig.“ Færslu sveitarfélagsins hefur verið deilt yfir 200 sinnum og kommentin skipta tugum. Þar segir ein kona:

„Þessir hundar sluppu útum girðingu meðan eigandinn var ekki heima. Þeir verða sóttir fyrir þennan tíma sem er uppgefin!“

Nýjast