Mynd dagsins: „Hún sagði já á holu 7“

Mynd dagsins: „Hún sagði já á holu 7“

Heiðar Örn Kristjánsson bað um hönd unnustu sinnar, Kollu Haraldsdóttur á minigolf velli á Tenerife síðastliðinn föstudag. Kolla er skrifstofustjóri en Heiðar Örn hefur unnið sem leikskólakennari en er einnig gítarleikari og söngvari sem tók þátt í því ásamt vinum sínum í Botnleðju að breyta íslensku tónlistarlífi eftir að hafa sigrað í Músíktilraunum árið 1995. Þá er hann einnig meðlimur í Pollapönki sem vakti mikla athygli í Eurovision árið 2014.

Í samtali við Hringbraut segir Heiðar að þau hafi verið saman í eitt ár þegar hann ákvað að fara niður á hnén og biðja Kollu um að giftast sér. Heiðar birti mynd á Facebook og hefur hamingjuóskum rignt yfir hið ástfangna par. Við myndina skrifaði Heiðar einfaldlega:

„Hún sagði já á holu 7.“

 

Nýjast