Mömmur geta ekki vitað allt: „auðvitað fór ég að gráta. skilurðu. ég vissi ekki af þessu“

Mikael Torfason rithöfundur og leikskáld hefur gefið út bókina Bréf til mömmu. Í bókinni gerir hann upp sársaukafullt samband við móður sína, Fríðu Berndsen. Samband þeirra var eitrað en fær fallegan endi.

„Við höfum svo oft farist á mis og lengi vorum við ekki til staðar hvort fyrir annað. Að fá að kynnast þér upp á nýtt og læra að elska þig nákvæmlega eins og þú ert hefur verið ótrúlegt ferðalag,“ segir Mikael í bókinni en viðtal við Fríðu og Mikael í Fréttablaðinu um samband þeirra og bókina, hefur vakið mikla athygli. Þar greinir Hulda frá því að hún hafi byrjað átakanlegan lesturinn um leið og hún fékk bréfið í hendur. Hún bað Mikael um að hitta sig á Skype um leið og lestrinum var lokið.

„Það er svo margt sem kemur fram í þessari bók sem ég bara vissi ekki og er rosalega sorglegt fyrir mig sem mömmu að lesa. Það var bara átakanlegt vegna þess að ég hef alltaf viljað vera til staðar og ég hef reynt eins og ég get að vera það.“

Við lesturinn komst Hulda að því að Mikael hafði sem unglingur verið beittur kynferðislegu ofbeldi af barnaníðing. Hulda segir:

 „Þegar Mikki segir frá þessu í bókinni, bréfinu, sem hann er að skrifa til mín. Orðlaus. Ég bara Jeminn eini! Hann var beittur kynferðislegu ofbeldi.

Auðvitað fór ég að gráta. Skilurðu. Ég vissi ekki af þessu. Ég bara vissi þetta ekki. Mamma getur ekki vitað allt. Mömmur hafa ekkert rétt á að vita allt. Ég vil ekkert vita allt. Þessi saga er bara dásamleg fyrir mig en hún er sár. En ég … vil vera til staðar og ég er til staðar og ég elska þessi börn mín svo skilyrðislaust.“

Mikael hefur áður skrifað um fjölskyldu sína og kveðst Hulda í viðtalinu hafa orðið veikt eftir að bókin Týnd í Paradís kom hún. Fannst henni að sonurinn gengi ansi nærri fjölskyldunni með því verki. Hún bætir við að hún hafi fengið áfall og orðið veik í kjölfar þess að sagan rataði fyrir almenningssjónir. Það tók hana langan tíma að komast yfir áfallið en í dag kveðst hún vera á þeim stað í lífinu að hún fagni bókinni Bréf til mömmu. Hún segist ekki verið reið þó að hún hafi frábeðið sér fleiri bækur um fjölskylduna. Hulda segir:

 „Ég veit að bókin er bréf til mín og mér finnst það dásamlegt.“

Hér má lesa viðtalið við Huldu og Mikael í heild sinni.