Miðflokkurinn miklu stærri en vg og mælist annar stærsti flokkur landsins - ríkisstjórnin kolfallin

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 19,8%, einu og hálfu prósentustigi meira en við mælingu MMR í september. Fylgi Miðflokksins mældist 14,8% og jókst um tæp þrjú prósentustig frá síðustu mælingu. Þá minnkaði fylgi Pírata um rúmlega þrjú og hálft prósentustig og fylgi Vinstri-grænna minnkaði um tvö og hálft prósentustig. Ef úrslit kosninga nú yrðu þessi þá væri ríkisstjórnin kolfallin. Sjálfstæðisflokkurinn hækkar um eitt prósentustig en Framsóknarflokkurinn og Vg lækka en það þykir alvanalegt í ríkisstjórnarsamstarfi með Sjálfstæðisflokknum.

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 42,0%, samanborið við 43,7% í síðustu könnun.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 19,8% og mældist 18,3% í síðustu könnun.
Fylgi Miðflokksins mældist nú 14,8% og mældist 12,0% í síðustu könnnun.
Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 14,1% og mældist 14,8% í síðustu könnun.
Fylgi Viðreisnar mældist nú 11,0% og mældist 10,2% í síðustu könnun.
Fylgi Vinstri grænna mældist nú 10,3% og mældist 12,8% í síðustu könnun.
Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 10,1% og mældist 11,8% í síðustu könnun.
Fylgi Pírata mældist nú 8,8% og mældist 12,4% í síðustu könnun.
Fylgi Flokks fólksins mældist nú 5,6% og mældist 4,0% í síðustu könnun.
Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 3,1% og mældist 2,0% í síðustu könnun.