Klaustursflokkarnir næðu ekki inn á þing

Punktstaðan í landsmálunum samkvæmt Maskínu:

Klaustursflokkarnir næðu ekki inn á þing

Alþingi
Alþingi

Mikil tilfærsla á fylgi hefur orðið í kjölfar Klausturshneykslisins, ef marka má könnun Maskínu sem fyrirtækið kynnti í gær. Þannig myndu hvorugur flokkurinn sem áttu fulltrúa á kallakallafundinum á Klaustri ná manni inn á þing, væri kosið í þessari viku. Maskína kynnti könnun í gær, þar sem afstaða landsmanna til afsagnar þingmanna Miðflokks og Flokks fólksins var skoðuð. Séu gögn könnunarinnar skoðuð, kemur í ljós að einnig var spurt hvað svarendur myndu kjósa, ef gengið væri til kosninga nú. Niðurstaðan er eftirfarandi:

Samfylking mælist stærsti flokkur landsins með tæp 20%, en Sjálfstæðisflokkur hefur rétt rúm 19%. Viðreisn (13,4%) og Píratar (15%) sækja í sig veðrið. Ljóst er af þessu að ríkisstjórnin myndi ekki halda velli, væri með 42,9% atkvæða og 30 þingmenn. Aðrir mögulegir meirihlutar gætu til dæmis verið frjálslynt bandalag Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar, með um 48% atkvæða og 33 þingmenn. Það er sagt með þeim fyrirvara að könnunin er ekki brotin niður á kjördæmi og því þingmannatalan menntað gisk.

Auðvitað er langt í kosningar og svona vangaveltur aðallega samkvæmisleikur, en ljóst er að atburðurinn á Klaustri hefur komið miklu róti á fylgi stjórnmálaflokka. Skýrslu Maskínu um könnunina má nálgast hér

Nýjast