Markmiðið er að auka gagnsæi í fjármálum og skilvirkni fyrir húseigendur

Sá árstími er nú að ganga í garð þar sem aðalfundir húsfélaga eru að fara fram og þá er vert að vanda til verka og tryggja að hlutirnir gangi vel fyrir sig öllum til heilla. Fyrirtækið Fjöleignir býður fram þjónustu þegar kemur að heildarlausnum í rekstri og ráðgjöf við húsfélög og aðstoðar meðal annars við aðalfundarstörf svo fátt sé nefnt.  Sjöfn Þórðar heimsækir fyrirtækið heim í miðborgina og hittir einn stofnenda Fjöleigna, Jón Bjarna Kristjánsson hæstaréttarlögmann og fær frekari innsýn í þá þjónustu og ráðgjöf sem Fjöleignir bjóða uppá.  Einnig ræðir Sjöfn um tilurð fyrirtækisins við Jón Bjarna og söguna bak við hana.  „Við sjá um meðal annars um bókhald og innheimtu húsfélagsgjalda ásamt margvíslegri rekstrarþjónustu sem eykur gagnsæi í fjármálum og skilvirkni fyrir húseigendur,“ segir Jón Bjarni og nefnir jafnframt að reynsla þeirra og þekking sviði lögfræðinnar komi sér afar vel þegar kemur að flóknum rekstri húsfélaga.  Markmiðið með þjónustunni er meðal annars að hagræða í rekstri og tryggja betri kjör fyrir húseigendur. Meira um þessi mál í þættinum kvöld.

Þátturinn Fasteignir & Heimili verður á dagskrá í kvöld klukkan 20.30 og aftur klukkan 22.30 og jafnan ferskur, fjölbreyttur og með persónulegum blæ.