Lygarinn laug því að hann hefði logið

Er hægt að trúa manni sem segist vera lygari?

Það er klassísk heimspekileg spurning, en hún hefur fengið mjög praktíska þýðingu síðustu daga.

Á Klausturs-upptökunum gortar Gunnar Bragi Sveinsson sig af því, að hafa sem utanríkisráðherra gert samning við Sjálfstæðisflokkinn: Ég skipa Geir Haarde sendiherra og þá gerið þið svipað fyrir mig ef ég þarf á að halda.

(Hann sagðist að vísu líka hafa skipað Árna Þór Sigurðsson sendiherra til að draga athygli frá skipun Geirs. Það er reyndar trúlegt. Hinn kosturinn væri að utanríkisráðherra Íslands hefði svipazt um eftir nýjum sendiherra og hugsað með sér: „Hver er nú hæfastur af öllum sem koma til greina? Auðvitað Árni Þór Sigurðsson! Það er augljóst!“ Sumt er of absúrd til að geta verið satt.)

Þegar upp komst um gortið sagðist Gunnar Bragi hafa verið að ljúga þessu öllu saman, þetta hefðu bara verið ósannindi spunnin upp á staðnum. Ókei, hugsuðu þá einhverjir, hvers vegna var maðurinn að ljúga svona að vinum sínum og félögum? Er það sennilegt?

Sérstaklega í ljósi þess að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tók undir mál hans og kvaðst vita að þetta væri rétt. Málflutningur hans hljómar svo í frásögn Kvennablaðsins:

„Af því ég veit þetta er rétt. … Bjarni má eiga það, hann viðurkenndi það, að hann hefði … við sig. Að Bjarni, þegar ég hitti hann, við sátum hérna í klukkutíma og áttum spjall. Bjarni fór út um víðan völl en niðurstaðan var sú að hann hefði fallist á það að ef þetta gengi upp þá ætti Gunnar inni hjá Sjálfstæðismönnum.“

Og síðar:

„Næsta skref var að hitta Bjarna með Gulla Þór, sem var í tygjum við Bjarna. Og við hittumst hér inni, sátum saman og … Bjarni má eiga það, að … hann fylgdi málinu eftir. Á dögunum. Við erum komnir í samskipti við menn. Gunnar Bragi bíður eftir niðurstöðu. Nú þurfum við bara að klára hérna …“

Nánar á

http://herdubreid.is/lygarinn-laug-thvi-ad-hann-hefdi-logid/