Lögreglan vill að þú gerir eftirfarandi hluti

Lögreglan vill að þú gerir eftirfarandi hluti

„Afar slæm veðurspá er fyrir morgundaginn og því er vissara fyrir fólk að huga að lausamunum, t.d. garðhúsgögnum, trampólínum, grillum o.s.frv og tryggja að þeir fjúki ekki með tilheyrandi hættu.“

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Þar segir enn fremur:

„Sömuleiðis er ástæða til að vekja athygli þeirra sem starfa á byggingarsvæðum á höfuðborgarsvæðinu að huga að stillönsum og slíku, en spáð er norðan eða norðvestan 20-28 m/s síðdegis á morgun, hvassast norðan- og vestan til frá Seltjarnarnesi og upp í Mosfellsbæ. Fólk er hvatt til að fylgjast vel með veðurspám í kvöld og fyrramálið, en útlitið er allt annað en gott fyrir morgundaginn.“

 

Nýjast