Björgunarsveitir kallaðar út vegna ferðamanns á sólheimasandi - sendi sms til ferðafélaga sinna

Björgunarsveitir ásamt Lögreglunni á Suðurlandi hófu leit að týndum ferðamanni á Sólheimasandi í kvöld. Vísir greindi fyrst frá.
 
Þá var þyrla landhelgisgæslunnar kölluð út og beðin að taka þátt í leitinni. Að sögn lögreglunnar á Suðurlandi tilkynntu ferðafélagar mannsins um að hann hafi ekki skilað sér eftir að hafa farið í ferð á Sólheimasand. Strax eftir þá tilkynningu ferðafélaganna var óskað var eftir aðstoð lögreglu sem kallaði út björgunarsveitir til leitar um kvöldmatarleytið í kvöld.
 
Um klukkan níu í kvöld sendi svo maðurinn smáskilaboð á einn af ferðafélögum sínum. Sagði hann að hann væri í lagi og fundið skjól, þar mun hann gista nóttina á Sólheimasandi. Eftir að maðurinn sendi skilaboðin var þyrla landhelgisgæslunnar afkölluð, en hún var rétt ófarin í loftið.