Lilja: „Mér finnst að það eigi að vera fullt gagn­sæi að því er varðar þetta ferli“ - RÚV hefur ekki enn svarað ráðherra

Lilja: „Mér finnst að það eigi að vera fullt gagn­sæi að því er varðar þetta ferli“ - RÚV hefur ekki enn svarað ráðherra

Lilja Al­freðsdótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra, sagði á Alþingi í dag að hún hafi sent bréf á stjórn RÚV, þann 28 nóvember síðastliðinn, þar sem er óskað eft­ir skýr­ing­um hvers vegna listi yfir þá um­sækj­end­ur sem hafa sótt um stöðu út­varps­stjóra sé ekki birt­ur. Um­sókn­ar­frest­ur um starf útvarpsstjóra renn­ur út í dag. MBL greindi frá þessu.

Þor­steins Sæ­munds­son­ar, þing­maður Miðflokks­ins, spurði ráðherra á Alþingi í dag hvers vegna það væri ekki gefið upp hvaða einstaklingar hafa sótt um stöðu út­varps­stjóra hjá RÚV. Þá spurði Þorsteinn ráðherra hvort það ætti að gera það að vana hjá RÚV að brjóta lög og hvort ráðherra teldi það ásætt­an­legt.

Lilja sagði form­leg­an vett­vang máls­ins hjá stjórn RÚV, sem hún hefði sent bréf þar sem skýr­inga er óskað. Þá sagði hún að það yrði að vera á hreinu hvort birta ætti nöfn um­sækj­enda um starf útvarpsstjóra eða hvort RÚV væri heim­ilt að gefa þau ekki upp.

„Mér finnst að það eigi að vera fullt gagn­sæi að því er varðar þetta ferli,“ sagði Lilja á Alþingi í dag.

Nýjast