Landeigendur Drangavíkur lýsa yfir miklum vonbrigðum

Landeigendur Drangavíkur lýsa yfir miklum vonbrigðum

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu um stöðvun framkvæmda Vesturverks í Árneshreppi til bráðabirgða. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá landeigendum Drangavíkur vegna fyrirhugaðrar virkjunar í Ófeigsfirði. Í yfirlýsingunni segir:

„Eigendur meirihluta jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi lýsa yfir miklum vonbrigðum með þessa ákvörðun. Yfirvofandi framkvæmdir munu valda óafturkræfum umhverfisspjöllum, sama þó Vesturverk fullyrði annað. Við Hvalárósa áformar Vesturverk að moka upp mörg þúsund tonnum af efni, slétta plan fyrir vinnubúðir við ármót Hvalár og Rjúkandi og leggja stálgrindarbrú yfir ána. Þá eru fornminjar í hættu vegna vegaframkvæmda.

Það sýnir þó ákveðinn skilning og er ánægjulegt að úrskurðarnefndin mun halda efnismeðferð kærunnar áfram og að í niðurstöðu sinni bendir hún Vesturverki á að það beri alla áhættu af því að hefja framkvæmdir meðan ekki liggur fyrir endanleg niðurstaða um lögmæti þeirra.

Meðfylgjandi mynd Tómasar Guðbjartssonar sýnir svæðið við Hvalárósa sem verður lagt undir óafturkræfar framkvæmdir vegna Hvalárvirkjunar.

Fyrir hönd landeigenda,

Lára Ingólfsdóttir, Eyri við Ingólfsfjörð“

Nýjast