Kvikugúll í Kötlu gæti sprungið með miklu sprengigosi: „Þá gerðist þetta á svipstundu og varð úr flóð ...”

Fréttir af öðrum miðlum: Visir.is

Kvikugúll í Kötlu gæti sprungið með miklu sprengigosi: „Þá gerðist þetta á svipstundu og varð úr flóð ...”

Kvikugúll í Kötlu gæti sprungið með gríðarlegu sprengigosi, líkt og gerðist í Öskju 1875, en gúlagos geta einnig verið tiltölulega friðsæl. Að mati jarðvísindamanna gæti fjallhrapið í Mýrdalsjökli einnig endað með hamfaraberghlaupi, í líkingu við Steinsholtshlaupið fyrir hálfri öld. 

Þetta er brot úr frétt Stöðvar 2 á Vísi. Hér má lesa fréttina í heild sinni.

Þegar við veltum því upp hvað gæti mögulega gerst í því mikla en hægfara fjallhrapi sem vísindamenn hafa nýlega uppgötvað í vestanverðum Mýrdalsjökli er fróðlegt að rifja upp hamfarir sem urðu við Steinsholtsjökul, einn skriðjökla Eyjafjallajökuls, þann 15. janúar árið 1967. Þá hrundi fjallshlíð niður í jökullónið við skriðjökulinn og olli mikilli flóðbylgju allt niður í Markarfljót, sem bar með sér grjóturð langar leiðir.

„Þá gerðist þetta á svipstundu og varð úr flóð og gríðarlegur efnisflutningur, - stórgrýti sem þeyttist þarna fram á grundirnar fyrir framan fjallið,“

segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur um Steinsholtshlaupið. 

Þetta er brot úr frétt Stöðvar 2 á Vísi. Hér má lesa fréttina í heild sinni.

Nýjast