Krísufundur hjá handritshöfundum Skaupsins

Visir.is greinir frá

Krísufundur hjá handritshöfundum Skaupsins

Arnór Pálmi Arnarson, leikstjóri og einn handritshöfunda Skaupsins í ár, birti mynd af sér og öðrum handritshöfundum á Instagram-síðu sinni í dag. Undir myndina skrifar hann: „Krísufundur í Efstaleiti út af dálitlu #skaupið“. 

Ljóst er að atburðarrás síðustu daga í kjölfar þess að upptökur af samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar litu dagsins ljós hafi orðið til þess að handritshöfundar sáu ástæðu til að efna til krísufundar, enda af nógu að taka í umræddum upptökum. 

Auk Arnórs Pálma eru þau Ilmur Kristjánsdóttir, Jón Gnarr, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Katrín Halldóra Sigurðardóttir og Sverrir Þór Sverrisson í teymi handritshöfunda Skaupsins. Það er því í höndum einvalaliðs grínista að gera upp atburði síðustu daga og geta landsmenn því búist við því að sjá spaugilegu hlið upptakanna þegar árið verður gert upp í Skaupinu.

Nýjast