Kristján með tuttuguföld laun öryrkja á mánuði: „Vægt til orða tekið að þeir deili ekki kjörum með fólkinu „á gólfinu“

Kristján með tuttuguföld laun öryrkja á mánuði: „Vægt til orða tekið að þeir deili ekki kjörum með fólkinu „á gólfinu“

Kristján Loftsson, stjórnarformaður HB Granda og forstjóri Hvals hf., malar gull en hann er samkvæmt tekjublaði DV launahæsti einstaklingurinn í sjávarútvegi. Kristján fær um 5,2 milljónir í tekjur á mánuði samkvæmt úttekt DV.

Umræða um launamun karla og kvenna og síðan öryrkja átt sér stað í kjölfar útgáfu tekjublaðanna. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir upplýsingar um tekjur ýmissa einstaklinga, sem meðal annars birtust í Tekjublað frjálsrar verslunar opinbera óþolandi misskiptingu og misrétti í þjóðfélaginu. Þannig er, svo dæmi sé tekið, Kristján Loftsson  með um 5.200.157 kr. sem er rúmlega tuttuguföld grunnlaun öryrkja á mánuði, sem er 247,183.

Sólveig Anna Jónsdóttir hafði þetta að segja þegar hún hafði lesið Tekjublað frjálsrar verslunar.

„Nei, það er auðvitað vægt til orða tekið að þeir deili ekki kjörum með fólkinu „á gólfinu. Og þá erum við ekki aðeins að tala um launakjör heldur líka allar starfsaðstæður, þar sem kjörnu fulltrúarnir hafa aðgang að bestu mögulega vinnuaðstæðum og gögnum meðan til að mynda leikskólastarfsfólkið svo að ég taki dæmi þaðan af því að ég þekki umhverfið vel þarf að sætta sig við að hafa alls ekki aðgang að öllu sem til þarf einfaldlega vegna þess að ekki nægilega mikið fé er sett í að reka leikskólana.“.

Á vef DV segir að Kristján hafi staðið í ströngu þetta árið. Það er rétt, en Kristján hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að veiða hval við Íslandsstrendur. Þá hefur fyrirtæki hans, Hvalur hf., og forsvarsmenn þess til að mynda kærðir fyrir ólöglegar veiðar á langreyði án tilskilinna leyfa af samtökunum Jarðarvinir fyrr á þessu ári.

Þá er Hvalur hf á lista yfir stærstu hluthafa Arion banka. Hvalur á nú 1,45 prósent hlut í bankanum, og er hluturinn um tveggja milljarða króna virði. Í byrjun þessa árs greindi Fréttablaðið frá því að Hvalur hafi keypt 0,4 prósent hlut í Arion banka á um 600 milljónir króna, eftir að bankinn var skráður á markað á síðasta ári.

Í umfjöllun Viðskiptablaðsins segir að Hvalur hafi hagnast um 14 milljarða króna á síðasta rekstrarári, en þar af voru 13 milljarðar króna söluhagnaður sem kom til vegna sölu á 34 prósent hlut í HB Granda til Útgerðarfélags Reykjavíkur, áður Brims.

Hvalur hf. mun hafa veitt 144 langreyðar og tvo blendinga í fyrra og væri söluverðmæti aflans 2018, miðað við 144 dýr, nálægt 2,4 milljörðum króna.

Tekjur Kristjáns eru eins og áður segir: 5.200.157 kr.

Nýjast