Kol­brún sakar svan­dísi um hroka: „svona eiga ráð­herrar ekki að tala“

Kol­brún Berg­þórs­dóttir segir Svan­dísi Svavars­dóttur hafa sýnt af sér hroka á fundi lækna­ráðs nú á dögunum, í leiðara­grein hennar sem birtist í Frétta­blaðinu í morgun. Hún segir að Svan­dís hafi verið sjálfri sér verst á fundinum.

„Hún sagði: „Það er tölu­verð á­skorun fyrir ráð­herra að standa með Land­spítala þegar koma á­lyktanir á færi­bandi sem tala um að þessi stofnun sé nánast hættu­leg.“ Svona eiga ráð­herrar ekki að tala. Alla­vega ekki vilji þeir að þjóðin beri virðingu fyrir þeim. Svan­dís gefur með orðum sínum sterk­lega í skyn að nær ó­mögu­legt sé fyrir hana að vera hlið­holl spítalanum vegna þess að starfs­menn þar séu stöðugt að kvarta undan slæmu á­standi og að­búnaði á vinnu­staðnum. Hér er um að ræða vinnu­stað þar sem unnið er með sjúk­linga og allt kapp lagt á að hlúa sem best að þeim.“

Kol­brún spyr þá hvernig væri að Svan­dís færi að leggja við hlustir:

„Hvernig væri að Svan­dís, í starfi sínu sem heil­brigðis­ráð­herra, færi að leggja við hlustir í stað þess að fyllast mót­þróa þegar hún heyrir full­yrðingar sem eru henni ekki að skapi? Hvaðan hefur heil­brigðis­ráð­herra þær hug­myndir að heil­brigðis­starfs­menn eigi ekki að vekja at­hygli á slæmum að­búnaði sem kemur niður á þjónustu við sjúk­linga?“

Hún segir að at­huga­semdir sem þessar séu auð­vitað ó­þægi­legar fyrir Svan­dísi. Hún geti þó varla ætlast til þess að heil­brigðis­starfs­menn taki til­lit til hvað henni henti að heyra og hvað ekki. Það sé skylda þeirra að vakta vel­ferð sjúk­linganna og standa með þeim.

„Það er engin á­stæða til að gleðjast yfir frammi­stöðu Svan­dísar Svavars­dóttur á fundinum með lækna­ráði. Hún sýndi þeim ein­stak­lingum sem hún fundaði með ó­virðingu. Þeir voru komnir til að ná eyrum hennar en hún talaði til þeirra eins og væru þeir hópur af vand­ræða­gemlingum sem hefðu það helsta mark­mið að gera henni erfitt fyrir í starfi sínu. Ýmsir hafa svo skilið orð hennar sem hótun, enda þarf svo­sem ekki mikið í­myndunar­afl til þess. Enginn neyðir ein­stak­ling til að taka að sér ráð­herra­em­bætti, þvert á móti láta stjórn­mála­menn sig dreyma um að komast í ráð­herra­stól. Ef sá draumur verður að veru­leika sést á þeim langar leiðir að á ráð­herra­stóli vilja þeir vera og hvergi annars staðar. Of oft gerist það að ráð­herrar fyllast hroka og fara að trúa um of á mátt sinn og megin. Það fer þeim engan veginn vel. Þetta eiga ráð­herrar að muna, ekki bara Svan­dís Svars­dóttir.“