Kísilverið á Bakka gæti þurft um 5 milljarða króna til að geta starfað áfram

Kísilverið á Bakka gæti þurft um 5 milljarða króna til að geta starfað áfram

Íslenskir lífeyrissjóðir og þýska fyrirtækið PCC SE eru að leita leiða til að auka eigið fé kísilversins á Bakka við Húsavík. Fréttablaðið greinir frá því að kísilverið þurfi mögulega innspýtingu upp á rúmlega 5 milljarða króna. Ástæða þess að þörf er á auknum fjármunum er sögð vera meðal annars miklar tafir við uppsetningu á búnaði og koma verksmiðjunni í fullan gang. Einnig hefur kísilverð lækkað á heimsmarkaði.

Gildi, Stapi og Birta, ásamt Íslandsbanka, fara með 13,5 prósenta hlut í kísilverinu. Auk þess hafa lífeyrissjóðirnir og Íslandsbanki fjárfest í breytanlegu skuldabréf fyrir 62 milljónir dala. Samtals nemur því fjárfesting lífeyrissjóðanna og bankans í kísilverinu upp á um 10 milljarða króna.

Nýjast