Katrín hefur lést um 70 kíló á einu ári: „Ég er bara löt“ – Ljóstrar upp töfraráðinu - Sjáðu myndirnar

Katrín hefur lést um 70 kíló á einu ári: „Ég er bara löt“ – Ljóstrar upp töfraráðinu - Sjáðu myndirnar

Katrín Lind Guðmundsdóttir er fjörutíu og fjögurra ára gömul tveggja barna heimavinnandi móðir sem byrjaði á ketó mataræði fyrir ári síðan.

Katrín þyngdist mikið eftir fyrstu meðgöngu sína og hefur reynt marga kúra áður en hún ákvað að prófa ketó.

„Mér gekk misvel í þeim kúrum en mér fannst maturinn í ketó vera girnilegur og fjölbreyttur. Það að vera á Ketó hjálpaði mér að ná markmiðum mínum og ég hef lést um 70 kíló,“ segir Katrín í samtali við Hringbraut.

Katrínu gengur mjög vel í dag að viðhalda lífsstíl sínum á ketó fæði. Hún bætir við:

„Ketó hentar mínum lífsstíl og mér finnst ekki erfitt að viðhalda mataræðinu. Þetta er fjölbreyttur og góður matur og ketó verður alltaf minn lífsstíll.“

 

Katrín tjáir sig einnig við DV.is um árangurinn. Þar segir hún:

„Ég er eins og löt skjaldbaka, í alvöru,“ segir hún og hlær. „Þetta er eingöngu mataræðið. Ég er öll af vilja gerð, búin að kaupa mér kort í ræktina og allt. En ég er bara löt, það er bara þannig. Ég get engu logið um að ég sé hörkudugleg í ræktinni. Ég horfi bara á Netflix og passa mataræðið.“

Katrín gefur svo lesendum törfraráðið. Katrín segir:

„Haltu áfram þó þú dettir af brautinni og byrjar aftur í sukkinu. Haltu áfram. Þú getur átt erfiðar stundir og tímabil, en haltu áfram. Hafðu trú á þér. Og taktu bara einn dag í einu, eina máltíð í einu. Það virkaði á mig þegar ég var að byrja.“

Nýjast