Karl th. birgisson segir að málflutningur gunnars smára sé ósiðlegur og ógnvænlegur.

Karl Th. Bigisson er ekki par sáttur við Gunnar Smára Egilsson og Sósíalistaflokkinn og segir margt af því sem frá honum komi vera bæði ósiðlegt og ógnvænlegt auk þess að líkja flokknum við Miðflokkinn:

„Miðflokksfólki og þeim hinum vitsmunalega skyldum kann að þykja þau hafa fordæmi og þar með leyfi fyrir munnsöfnuði sínum vegna þess sem var sagt á Klaustri í nóvember 2018. Sú umræða var hvorki málefnaleg né pólitísk, en lýsti heimsku og mannfyrirlitningu. Afleiðingarnar urðu engar, og fylgi flokksins hefur aukizt fremur en hitt í kjölfarið, og því er skiljanlegt að virkir í athugasemdum fyrir Miðflokkinn skeyti hvorki um satt né logið. Svipuðu máli – en þó efnislega allt öðru – gegnir um Sósíalistaflokk Íslands. Formaður hans heldur opinberlega uppi málflutningi þar sem leiðarstefin eru bæði haturs- og ofbeldiskennd. Og stundum beinast þau gegn nafngreindum einstaklingum,“ skrifar Karl.

 Honum sé þó hlýtt til Gunnars en að hann verði að gera sér grein fyrir ábyrgð sinni sem formaður stjórnmálaflokks og vera hófsamari í málflutningi sínum. Það sé þó kannski erfitt fyrir hann vegna þess hversu sterkar skoðanir hann hefur:

„Hann er sannfæringarspámaður að upplagi, og selur hverja hugmynd hverju sinni með hverjum þeim rökum sem honum þykja henta málstaðnum. Og trúir þeim vel að merkja sjálfur. Þá er nánast sama hver fyrir verður. Sannleikurinn eða einstaklingar í skotlínunni. Það er almennt ekki góð uppskrift að góðum pólitískum leiðtoga.“