Karl gauti minnist ólafs: „þáði ég af hon­um mörg holl ráð og gagn­leg­ar ábend­ing­ar“

\"\"Ólaf­ur Ragn­ars­son fædd­ist 29. ág­úst 1938 í Kefla­vík. Hann lést á Heil­brigðis­stofn­un Suður­lands í Vest­manna­eyj­um 19. des­em­ber 2019. Ólafur starfaði sem skipstjóri. Hann bauð sig fram fyrir Flokk fólksins í Suðurkjördæmi. Hann hélt einnig úti heimasíðunni fraktskip.123.is þar sem finna má ým­iss kon­ar fróðleik og þá stakk hann niður penna í ýmis blöð og tímarit um hugðarefni sín.  Ólafur eignaðist tvö börn, þær Ragnhildi Halldóru og Rósu. Karl Gauti Hjaltason minnist Ólafs í minningargrein í Morgunblaðinu í dag.

Ólafur var sinn starfsferil að mestu til sjós og var hann yf­ir­stýri­maður og af­leys­inga­skip­stjóri á ms. Esju og ms. Heklu árin 1978-1988. Þá var hann stýrimaður á Hofsjökli um skeið. Þess má geta að Ólafur var aðeins 14 ára þegar hann var ráðinn messagutti á Eld­borg­inni.

Ólaf­ur flutt­ist 2005 til Vest­manna­eyja og bjó þar til dán­ar­dags. Jónas Jónasson útvarpsmaður á RÚV fékk Ólaf í viðtal og þurfti þrjá þætti til að ramma inn viðburðaríka ævi svo sómi væri að.

Margir minnast Ólafs á samfélagsmiðlum en Karl Gauti Hjaltason sem fyrst settist á þing fyrir Flokk fólksins en gekk seinna í Miðflokkinn skrifar um Ólaf í Morgunblaðinu. Karl Gauti segir meðal annars:

\"\"„Ólaf­ur var þekkt­ur í Vest­manna­eyj­um fyr­ir viðburðaríka far­mennsku og hafði ég heyrt af þess­um sjó­hundi, enda voru sög­ur hans marg­ar hverj­ar þekkt­ar af þeim sem höfðu gam­an af æv­in­týra­leg­um uppá­kom­um á sjón­um. Hann kunni frá mörgu skemmti­legu að segja frá viðburðarík­um ferli sín­um á sjón­um um ára­tuga skeið.

Ég kynnt­ist ekki Ólafi fyrr en við vor­um sam­an á fram­boðslista fyr­ir síðustu alþing­is­kosn­ing­ar og var mik­ill styrk­ur að hafa hann með á lista. Á okk­ar sam­starf féll aldrei skuggi þau ár sem við átt­um þar sam­leið. Þakka ég hon­um mik­inn og dýr­mæt­an stuðning á vett­vangi stjórn­mál­anna og þáði ég af hon­um mörg holl ráð og gagn­leg­ar ábend­ing­ar.

Ég hugsa með hlýhug til reynslu­mik­ils og óvenju­legs manns.“

Útför Ólafs fór fram frá Landa­kirkju í Vest­manna­eyj­um, í dag, 11. janú­ar 2020, klukk­an 13.