Kári ósáttur, skammar Íslendinga og ver Aron: „Við verðum að drullast til að vera jákvæð í þessu líka“

Kári ósáttur, skammar Íslendinga og ver Aron: „Við verðum að drullast til að vera jákvæð í þessu líka“

Ísland tapaði illa fyrir Svíum í seinasta leik sínum á Evrópumótinu í handknattleik. Íslandi byrjaði mótið með miklum glæsibrag en smám saman seig á ógæfuhliðina. Kári var spurður um skýringar á sveiflukenndum leik íslenska liðsins. Í samtali við RÚV sagði Kári ósáttur:

 „Mér er alveg sama hvernig þessu er tekið sem ég er að fara að segja en með að það sé verið að hnýta svona mikið í Aron Pálmarsson. Ég bara næ því ekki, það er ætlast til þess að hann beri þetta uppi algjörlega á herðunum og við erum að spila mjög háa ákefð, sérstaklega varnarlega, sóknarlega líka. Þetta er bara maður. Auðvitað viljum við öll standa okkur en mér finnst full vel í lagt hvernig umræðan er um hann.“

Þá var Kári spurður hvað væri jákvætt við þátttökuna. Kári svaraði:

 „Við erum með stráka sem eru einir af þeim efnilegustu í Evrópu, það er bara þannig. Við verðum að drullast til að vera jákvæð í þessu líka.“

 

Nýjast