Júlíus Hafstein reiður Katrínu: Næg ástæða til stjórnarslita - „Mér hefur aldrei hugnast þessi ríkisstjórn“

Júlíus Hafstein reiður Katrínu: Næg ástæða til stjórnarslita - „Mér hefur aldrei hugnast þessi ríkisstjórn“

Júlíus Hafstein, fyrrverandi sendiherra segir í samtali við Viljann, að ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur, að taka ekki á móti varaforseta Bandaríkjanna sé forkastanleg. Þá sé það næg ástæða til stjórnarslita. Þá gagnrýnir hann harðlega stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna. Júlíus Hafstein er sjálfstæðismaður og fyrrverandi borgarfulltrúi. Þá var hann einnig skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu frá árinu 2005 til 2017. Einnig var Júlíus Hafstein fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í skipulagsráði Kópavogs.

Júlíus Hafstein segir í samtalið við Viljann:

 „Mér hefur aldrei hugnast þessi ríkisstjórn og það er til skammar fyrir land og þjóð að Steingrímur J. Sigfússon hafi fengið stól forseta Alþingis. Sjálfstæðismenn sýndu kjarkleysi þar.“

Þá segir Júlíus að það sé skylda að vera á staðnum þegar varaforseti Bandaríkjanna mæti í opinbera heimsókn.

Hér má lesa viðtalið í heild sinni.

Nýjast