Jörð skelfur nærri grindavík: tveir skjálftar yfir þremur á milli þorbjörns og bæjarins

Í nótt klukkan 4:31 varð jarðskjálfti sem var 3,5 að stærð nálægt Grindavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Skjálftinn varð 1,9 km norðan af Grindavík og Veðurstofunni bárust tilkynningar um að fólk hefði orðið vart við skjálftann. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið og kl. 4:59 varð jarðskjálfti sem var 3,2 að stærð.

Bjarki Friis, náttúruvársérfræðingur á Veður­stofu Íslands, seg­ir í samtali við mbl.is að ljóst sé að virknin sé meiri í dag en í gær.

 „Þess­ir skjálft­ar eru rétt norður af Grinda­vík, á milli Þor­björns og bæj­ar­ins.“

Búast má við áframhaldandi virkni á svæðinu.

Hann seg­ir að eng­in gos­virkni sé sjá­an­leg en áfram verði fylgst grannt með. Nýj­um mæl­um til vökt­un­ar var komið fyr­ir í gær. Bú­ast má við áfram­hald­andi jarðskjálfta­virkni á svæðinu. Næsti sam­ráðsfund­ur vís­inda­manna verður hald­inn á morg­un.