Jónína ben: „elsku konan, það var óþægilegt að sjá hana í þessu ástandi!“

„Þetta er svakalegt myndbrot. Ofþornun fylgir oft mikið ójafnvægi á söltum, lífsnauðsynlegum söltum.  Vatnið eitt og sér er ekki nóg þegar fólk fer í svona ástand. Steinefnarík fljótandi fæða virkar hraðast.“

Þetta segir líkamsræktarfrömuðurinn Jónína Benediktsdóttir sem hefur um árabil rekið detox-meðferðarstofnun í Póllandi. Jónína deilir myndskeiðinni sem hefur farið sem eldur í sinu um samskiptamiðla. Þar má sjá Ang­elu Merkel, kansl­ara Þýska­lands, sem titraði og skalf við hlið Volodymyr Zelensky, for­seta Úkraínu fyrr í dag. Merkel sagðist hafa verið uppþornuð vegna hita. Á meðan þjóðsöngv­ar þjóðanna voru leikn­ir byrjaði hún að skjálfa harka­lega. Hitinn var um 30 gráður. Merkel sagði:
„Ég er búin að drekka þrjú vatns­glös og er í fínu lagi.
Jónína Ben sem hefur sankað að sér upplýsingum um heilsu segir vatn eitt og sér ekki duga til. Steinefnarík fæða sé lykilatriði. Jónína segir: „Hún er útkeyrð, maður sér það hér. Baugarnir undir augunum eru skilaboð um lifrarhreinsun, hvíld og fjölbreyttari næringu með steinefnaríku fæði, án steinefna virka hreinsunarlíffærin illa.“
Þá hrósar Jónína Volodymyr Zelensky, for­seta Úkraínu:
„Þessi maður við hlið hennar er verri en enginn. Hefði hann ekki staðið þarna hefðu sjónvarpsmenn gripið inn í fljótt og hjálpað konunni. Elsku konan, það var óþægilegt að sjá hana í þessu ástandi svona lengi!“