Jón Trausti: „Það slær mig alveg óþægilega að tveir fyrrverandi dómsmálaráðherrar geri bara virkilega lítið úr málinu“

Jón Trausti: „Það slær mig alveg óþægilega að tveir fyrrverandi dómsmálaráðherrar geri bara virkilega lítið úr málinu“

Jón Trausti Reynisson, annar tveggja ritstjóra Stundarinnar, segir að það sem honum þótti áhugaverðast við Samherjamálið væri að sjá hvernig íslenskt samfélag myndi bregðast, hvar yrðu reistar varnir og hvar yrðu gert lítið úr málinu.

„Þetta er það sem mér þótti vera áhugaverðast við þetta mál á endanum, að sjá hvernig íslenskt samfélag myndi bregðast við og sjá hvar yrðu reistar varnir og hvar yrði gert lítið úr málinu. Það slær mig alveg óþægilega, þó það komi mér ekki djúpstætt á óvart, að tveir fyrrverandi dómsmálaráðherrar geri bara virkilega lítið úr málinu.“

Þá segir hann einnig að auðvitað sé verið að ýta undir spillingu með því að borga mútur og þannig verið að festa spillingu í sessi. Þetta gildismat sé ekki endilega ráðandi í íslensku samfélagi, en á köflum nái það yfirhöndinni.

„Eins og Björn Bjarnason gerir að lýsa þessu sem einhverri atlögu ríkisútvarpsins, sem hefur enga hagsmuni að málinu, og að þetta sé fjölmiðlastormur. Sigríður Andersen, var náttúrulega bara dómsmálaráðherra fyrir bara nokkrum mánuðum síðan, hún lýsir þessu þannig að þetta sé eitthvað sem gerist í einhverju landi langt í burtu í fjarlægðu landi, eins og hún titlar greinina sína. Hún segir þetta bara vera einhver einangraður vandi að einkafyrirtæki sé að fara að kröfum einhverra ráðamanna í öðru landi, auðvitað er það ekki þannig. Auðvitað er verið að ýta undir spillingu með þvi að borga mútur og það er verið að festa í sessi spillingu, það er verið að styrkja spillta aðila og sannarlega verið að flytja gróðann í burtu. Þetta segir okkur eitthvað um gildismat sem hefur verið, ég segi ekki endilega ráðandi, en á köflum náði yfirhöndinni í íslensku samfélagi.“ 

Jón Trausti Reynisson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir voru gestir í fréttaskýringarþættinum 21 hér á Hringbraut. Hægt er að horfa á þáttinn hér að neðan.

Nýjast