Jens pétur er látinn: smalaði ekki rollum, heldur eltu þær hann - myndband

Jens Pét­ur Högna­son fædd­ist í Reykja­vík 7. sept­em­ber 1950. Hann lést 26. októ­ber 2019 á sínu öðru heim­ili í Fjár­borg­um Reykja­vík. Sam­býl­is­kona Pét­urs er Friðbjörg Eg­ils­dótt­ir, f. 23. mars 1955. Jens eignaðist fjögur börn en einnig tók Pét­ur börn Friðbjarg­ar sér í föðurstað en þau eru þrjú. Jens Pétur var dýraþjálfari, áhættuleikari og bóndi.

Hann hefur aðstoðað við fjölda sjónvarpsþátta og kvikmynda svo sem Game of Thrones og þá lagði hann til hesta í Engla alheimsins og Myrkrahöfðingjann. Greint er frá andláti Jens Péturs í Morgunblaðinu í dag. Þá átti Jens Pétur nokkurn fjölda af kindum, en myndskeið af honum að smala á nokkuð óvenjulegan hátt má sjá neðst í umfjölluninni.

Pét­ur byrjaði ung­ur að stunda hestamennsku. Hann keppti í frjáls­um fyr­ir hönd HSH og vann öt­ul­lega fyr­ir hönd ung­menna­fé­lags Grund­ar­fjarðar á árum áður. Hann var stofn­andi Hesta­manna­fé­lags Grund­ar­fjarðar og safnaði und­ir­skrift­um til að fá heim­il­is­lækni í sveit­ina.

Síðar flutti Pét­ur til Reykja­vík­ur þar sem Hesta­manna­fé­lagið Fák­ur naut krafta hans við ýmis fé­lags­störf. Hann beitti sér að full­um þunga að hesta­mennsk­unni og við þjón­ustu hesta­manna. Eins lét hann gaml­an draum ræt­ast þegar hann hóf fjár­bú­skap í Fjár­borg­um.

Hann lagði metnað í að eiga fal­lega meðfæri­legra hesta sem hentuðu fyr­ir kvik­myndaiðnaðinn og meðal verk­efna hans voru Myrkra­höfðing­inn, Agnes, Engl­ar al­heims­ins og Game of Thrones.

Í samtali við Fréttablaðið fyrir tveimur árum kom fram að hann hefði verið með hrossin sín fyrir framan tökuvélar í tuttugu ár. Ræddi Fréttablaðið við Jens Pétur í tilefni þátttöku hans og hestanna í Game of Thrones. Þá bjargaði samstarfið við kvikmyndaframleiðendurna lífi tveggja hesta sem stóð til að lóga en voru þess í stað nýttir í þáttunum. Í Fréttablaðinu sagði:

Tökulið bandarísku sjónvarpsþáttanna bjargaði meira að segja lífi tveggja hrossa því Jens hugðist lóga þeim áður en verkefnið kom inn á borð til hans. Þar á meðal hinum aldna höfðingja Randver sem er orðinn 28 vetra gamall. „En nú er ég bara að fara að járna hann og hann fær að draga vagn í þáttunum. Hann er öllu vanur, hefur verið í Borgarleikhúsinu og á Hótel Íslandi.“

\"\"

Að sögn Jens Péturs er það mikið þolinmæðisverk að vera með hesta í kvikmyndum og það krefst þess að hestarnir séu með gott geðslag.

„Hver mínúta er dýr hjá svona tökuliði, það skiptir miklu máli að hestarnir hreyfi sig ekki þegar þeir eiga ekki að hreyfa sig,“ segir Jens. Og að sögn bóndans er ágætis peningur í boði fyrir svona starf. „En maður reynir auðvitað að vera sanngjarn á báða bóga.“

\"\"

Ferill Jens Péturs í kvikmyndum:

Bjólfskviða, 2005 - Umsjón með dýrum

Ikíngut, 2000 - Umsjón með dýrum

Englar alheimsins, 2000 - Umsjón með dýrum

Myrkrahöfðinginn, 1999 - Umsjón með dýrum

Agnes, 1995 - Umsjón með dýrum

Myrkrahöfðinginn, 1999 – Aukahlutverk

Games of Thrones

Hross í oss

\"\"

Árni Inga­son, formaður Fjár­eig­enda­fé­lags Reykja­vík­ur skrifar um Jens Pétur:

„Fljót­lega tók Jens Pét­ur að sér að dreifa heyi fyr­ir marga heysala og sinnti öllu höfuðborg­ar­svæðinu. Lík­lega kann­ast all­ir hest­hús­eig­end­ur við hann því hann var lip­ur við viðskipta­vin­ina, vak­inn og sof­inn á traktorn­um. Jens Pét­ur rak einnig fyr­ir­tækið Bíó­hesta og lík­ast til hafa fáar kvik­mynd­ir með hest­um verið gerðar án hans aðkomu, allt frá Myrkra­höfðingj­an­um, Game of Thrones yfir í Hross í oss til að nefna nokkr­ar. Hest­ur hans Rand­ver kom fram í Línu Lang­sokk í Borg­ar­leik­hús­inu og hann kom einnig fram í nokkr­um þess­ara mynda.

Jens Pét­ur var úr­vals knapi og tamn­ingamaður. Sagt var að ef hann væri kom­inn í hnakk­inn þá sæti hann þar, sama hvernig hest­ur­inn léti. Hann hugsaði vel um skepn­urn­ar sín­ar og lést við gegn­ing­arn­ar sem voru hans yndi. Lík­lega hef­ur hann hvergi frek­ar viljað vera á þess­ari ög­ur­stund en inn­an um dýr­in sín.

Það verður tóm­legt í Fjár­borg­inni núna, þessi höfðingi er fall­inn frá. Hann var áber­andi og glett­inn í fasi með blik í auga. Hann var mjög hug­mynda­rík­ur og stór­huga. Þegar Jens Pét­ur var að lýsa fyr­ir okk­ur hvernig ætti að gera hlut­ina vitnaði hann óspart til þess er hann var formaður Hesta­manna­fé­lags­ins Snæ­fell­ings. Hann var frá Grund­arf­irði og hafði sterk­ar taug­ar til æsku­slóðanna.“

Hér má sjá síðan hæfileika Jens Péturs í að smala rollum. Reyndar smalar hann þeim ekki, heldur elta þær hann, líkt og sjá má með því að smella hér.