Íslenskur karlmaður sagður hafa ætlað að ræna flugvél – Vélinni nauðlent í Stafangri

Íslenskur karlmaður sagður hafa ætlað að ræna flugvél – Vélinni nauðlent í Stafangri

Íslenskur karlmaður á sjötugsaldri reyndi að brjóta sér leið inn í flugstjórnarklefa farþegaþotu ungverska flugfélagsins Wizz air. Flugmenn þotunnar tilkynntu um flugrán og fengu leyfi til að nauðlenda vélinni á Sola flugvellinum í Stafangri í morgun. RÚV greinir frá.

Þegar farþegaþotan lenti á flugvellinum fóru lögreglumenn um borð og handtóku manninn. Talið er sennilegt að maðurinn hafi verið undir áhrifum áfengis.

Engan sakaði um borð og náði áhöfnin að hemja manninn áður en honum tókst ætlunarverk sitt. Mikill viðbúnaður var á flugvellinum í Noregi þar sem bæði lögregla og slökkvilið voru kölluð til. Málið er nú í rannsókn og unnið að því að varpa ljósi á hvað gerðist nákvæmlega.

Farþegaþotan var á leiðinni frá Búdapest í Ungverjalandi til Keflavíkur þegar nauðlenda þurfti vélinni. Hún er nú lögð af stað að nýju til landsins.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Nýjast