Íslenskar unglingsstúlkur algjörlega óþolandi, reiðar, pirrandi og grafa sig inn í mann: Þetta er skoðun erlendra strætóbílstjóra

Íslenskar unglingsstúlkur algjörlega óþolandi, reiðar, pirrandi og grafa sig inn í mann: Þetta er skoðun erlendra strætóbílstjóra

Í Fréttablaðinu í dag er að finna viðtal við fjóra erlenda strætisvagnastjóra. Þar er rætt um eitt og annað sem kemur upp á í starfinu. Vagnstjórar eru gagnrýndir harðlega reglulega. Blaðamaður Fréttablaðsins settist niður með fjórum vagnstjórum , allt fjölskyldufólki af erlendu bergi brotnu, þeim Ewelinu Trzska, Jenny Johansson, Bogdan Brasoveanu og Basiliu Uzo, þar sem þau ræddu undir nafni um vinnu sína.

Þar kom fram að þeim þættu íslenskar unglingsstúlkur verstu viðskiptavinirnir.

Blaðamaður: „Hvaða farþegahópur er verstur, svona heilt yfir?“

Allir: „Unglingsstelpur.“

Ewelina: „Þær færa sig ekki fyrir fólki sem er í forgangi. Þær geta verið ótrúlega pirrandi við að borga, sýna manni ekki símann almennilega og troða honum í andlitið á manni þegar ég bið um að fá að sjá hann. Eða kasta bara einhverju klinki í boxið og halda að ég sjái það ekki.“

Jenny: „Ég kann að telja, ég veit hvað strætómiði kostar. Í alvörunni.“

Ewelina: „Í eitt skipti stoppaði ég fyrir barni með reiðhjól. Og ég sá í speglinum að það voru unglingsstelpur sem sátu á hjólasvæðinu, hugsaði með mér „Ó, Guð“. Þær voru svo reiðar og með svo mikla stæla þegar ég bað þær að standa upp og færa sig. Þetta er algjörlega óþolandi lið.

Strákar vilja frekar halda að þeir séu sniðugir. Ég veit alveg hvenær ég er að horfa á skjáskot af strætómiða og hvenær ekki. En unglingsstelpur eru verstar, þeim tekst að grafa sig inn í mann.“

Hér má lesa viðtalið í heild sinni.

Nýjast