Íslendingum fer fækkandi í reykjavík og útlendingum fjölgar

Frá 2016 til 2019 fækkaði íslenskum ríkisborgurum sem búa í Reykjavík en á sama tíma fjölgaði erlendum ríkisborgurum í borginni. Á þessum tíma fækkaði íslenskum ríkisborgurum um um það bil 1.000 en á sama tíma fjölgaði erlendum ríkisborgurum um 7.600. Reykjavík er eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu þar sem Íslendingum fækkaði á þessu tímabili. Í hinum sveitarfélögunum fjölgaði íslenskum ríkisborgurum lítillega.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Á landsvísu fjölgaði íslenskum ríkisborgurum um 6.470 en erlendum ríkisborgurum fjölgaði um 18.010 á þessum tíma. Íbúum í Reykjavík fjölgaði mest á tímabilinu eða um 6.660 en þar á eftir kemur Kópavogur með 2.590.

2016 var hlutfall erlendra ríkisborgara í Reykjavík 9,4% en fyrr á þessu ári var það komið í 14,9%. Hlutfall íslenskra ríkisborgara hefur lækkað úr 90,6% í 85,1% á þessum tíma.