Íslendingar vilja afsögn þingmannanna sex

Niðursöður á Maskina.is:

Íslendingar vilja afsögn þingmannanna sex

Á milli 74 prósent og 91 prósent Íslendinga eru hlynnt afsögn alþingismannanna sex í kjölfar umdeildra samskipta sem hljóðritaðar voru þann 20. nóvember síðastliðinn. Flestum finnst að Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Miðflokksins eigi að segja af sér en næstum jafn háu hlutfalli finnst að Bergþór Ólason eigi einnig að gera það. Rétt innan við þremur af hverjum fjórum finnst að Anna Kolbrún Árnadóttir, einnig þingmaður Miðflokksins, eigi að segja af sér þingmennsku en það er lægsta hlutfallið. Það er því ljóst að í öllum tilvikum finnst miklum meirihluta landsmanna að þingmennirnir ættu að hverfa til annarra starfa.

Í öllum tilvikum eru konur hlynntari afsögn þingmannanna en karlar. Þeir sem eru eldri en 50 ára eru umburðarlyndari gagnvart því að þingmennirnir séu áfram á þingi því 8-16% þeirra eru andvíg því að þeir segi af sér en 2-10 prósent í öðrum aldurshópum.

Lang lægst hlutfall þeirra sem kusu Miðflokkinn í síðustu alþingiskosningum (28. október 2017) kalla eftir afsögn sexmenningana.

Nánar á

http://maskina.is/islendingar-kalla-eftir-afsogn-althingismannanna-kjolfar-umdeildra-ummaela/

 

Nýjast