Ísland er dýrasta land í heimi

Rúv greindi frá því í dag að úttekt Business Insider sýni að það sé rúmlega 40 prósent dýrara að búa á Íslandi heldur en í Bandaríkjunum og að samkvæmt úttektinni sé Ísland dýrasta land heims.

Í úttektinni segir einnig að það sé sextán prósent dýrara að leigja á Íslandi en í Bandaríkjunum og þá er kaupmáttur Íslendinga sagður vera 24 prósent minni en kaupmáttur New-York búa.

Í grein Business Insider er 25 dýrustu löndum heims raðað á lista og situr Ísland í fyrsta sæti, en í sætunum fyrir neðan okkar eru Sviss, Noregur og Bahamaeyjar. Fimm ódýrustu lönd heims eru: Malta, Kanada, Bandaríkin, Þýskaland og Bretland. 

Eins og yfirleitt áður eru öll Norðurlöndin í efstu tuttugu sætum listans, en þrettán af tuttugu dýrustu ríkjum heims eru í Evrópu.