Inflúensan komin til landsins - Gripið til aðgerða

Inflúensan komin til landsins - Gripið til aðgerða

Svo virðist sem inflúensan sé komin til landsins en á síðustu dögum hafa sjö einstaklingar greinst með hana og eru sex af þeim inniligggjandi á Landspítala.

Morgunblaðið greindi frá því að þrátt fyrir þessi tilfelli þá hafi sóttvarnarlæknir sagt að flensan fari ekki almennilega á flug hérlendis fyrr en um áramótin líkt og venjulega. Þó hefur verið gripið til aðgerða til þess að draga úr útbreiðslu veirunnar á Landspítalanum.

Veiran breiðist vanalega út í samfélaginu í desember eða janúar en bólusetningar eru nú hafnar á þeim deildum sem veiran greindist á.

Nýjast