Hvetja lántaka til þess að hætta að borga af smálánum

Hvetja lántaka til þess að hætta að borga af smálánum

Í gærkvöldi samþykkti stjórn stétt­ar­fé­lags­ins VR að ger­ast fjár­­hags­­legur bakhjarl neytenda í bar­átt­unni gegn smá­lán­­afyrirtækjum. Munu lántakar verða hvattir til þess að hætta að borga af ólöglegum smálánum. Kjarninn greinir frá.

Með því að gerast fjárhagslegur bakhjarl neytenda í þessari baráttu mun VR í sam­­starfi við Neytenda­­sam­tök­in leggja út fyrir kostn­aði vegna lög­­fræð­i­vinnu og dóms­­mála sem þarf að höfða til að koma í veg fyrir að smá­lána­­fyr­ir­tæki og þeir sem sinna inn­­heimtu fyrir þau geti haldið áfram að inn­­heimta okur­vexti frá lán­tök­­um. Í þessu skyni verður til að mynda fyr­ir­tæk­inu Almennri inn­­heimtu ehf. og for­svar­s­­mönnum þess stefnt, en fyrirtækið hefur séð um að rukka smálánaskuld­ir.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir í samtali við Kjarnann að markmiðið sé að algjör stöðvun verði á greiðslum á öðru en höf­uð­stól til smálánafyrirtækja eða inn­­heimt­u­­fyr­ir­tækja sem starfi fyrir þau. Fyrstu skrefin í þeim efnum verði að hvetja fólk til að hætta að greiða af lánum sem séu ólögleg.

Stuðningur VR einskorðast ekki við félagsmenn VR og nær þannig til allra smálánataka sem þurfa á aðstoð að halda. „Þetta verður ekki í fyrsta sinn sem við erum að fara í skít­verkin eftir að lög­­gjaf­inn bregst. Fólkið sem er að lenda í klónum á þessum fyr­ir­tækjum fær að finna að það hefur ein­hvern bak­hjarl. Það mun breyta mjög miklu gagn­vart þeim,“ segir Ragnar Þór.

Nýjast