Hvalur hf. á lista yfir stærstu hluthafa Arion banka

Hvalur hf. á lista yfir stærstu hluthafa Arion banka

Hvalur hf., sem er að stórum hluta í eigu Kristjáns Loftssonar og fjölskyldu, er nú á lista yfir stærstu hluthafa Arion banka. Hvalur á nú 1,45 prósent hlut í bankanum, og er hluturinn um tveggja milljarða króna virði. Frá þessu er greint á vef Viðskiptablaðsins.

Í byrjun þessa árs greindi Fréttablaðið frá því að Hvalur hafi keypt 0,4 prósent hlut í Arion banka á um 600 milljónir króna, eftir að bankinn var skráður á markað á síðasta ári.

Í umfjöllun Viðskiptablaðsins segir að Hvalur hafi hagnast um 14 milljarða króna á síðasta rekstrarári, en þar af voru 13 milljarðar króna söluhagnaður sem kom til vegna sölu á 34 prósent hlut í HB Granda til Útgerðarfélags Reykjavíkur, áður Brims.

Nýjast