Hvalárdeilan á Ströndum: Hótanir á báða bóga, níðskrif og rottueitur!

Fámennasta og afskekktasta sveitarfélag landsins í sárum:

Hvalárdeilan á Ströndum: Hótanir á báða bóga, níðskrif og rottueitur!

Andstæðar fylkingar í deilunni um Hvalárvirkjun á Ströndum norður berast á banaspjót, svo fast má hæglega komast að orði miðað við þær hótanir sem ganga á milli manna í fámennasta og afskekktasta sveitarfélagi landsins, Árneshreppi, sem er í sárum.

Þetta kemur vel fram í viðtali Sigmundar Ernis við þær Evu Sigurbjörnsdóttur, oddvita hreppsins og eiganda Hótel Djúpavíkur og Elínu Öglu Briem, þjóðmenningarbónda og hafnarstjóra í Norðurfirði sem birtist í fréttaþættinum 21 í kvöld.

Þær heyra hvor til sinnar fylkingarinnar í Hvalárdeilunni, Eva vill virkja, Elín segir það fásinnu, en báðar viðurkenna að deilan hafi rist djúpt sár í samfélagið á Ströndum norður, svo heiftarleg og orðljót sem hún hafi verið á síðustu mánuðum.

Og hótanir ganga á víxl, Eva nefnir níðskrif um hótelið sitt, Elín segir frá rottueitri sem hún þurfi að óttast - og hvort einhvern tima geti um heilt gróið; þar er einhver von, segja þær báðar - og eru raunar misjafnlega efins um hvort af virkjuninni verði.

Nýjast