Hönnunin á draumapallinum varð að veruleika með glæsilegri útkomu

Berglind Hreiðarsdóttir matar- og kökubloggari og fagurkeri með meiru verður hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fasteignir og heimili í kvöld:

Hönnunin á draumapallinum varð að veruleika með glæsilegri útkomu

Draumapallurinn orðinn að veruleika.
Draumapallurinn orðinn að veruleika.

Margir þrá það ekkert heitar en að geta notið þess að vera úti við á fallegum haust- og vetrakvöldum á huggulegum palli sem eykur notagildi híbýlanna. Berglind Hreiðars matar- og kökubloggari með meiru og eiginmaður hennar hönnuðu draumapallinn sem nú er orðinn að veruleika. Útkoman er hin glæsilegasta og gefur heimilinu óþrjótandi möguleika til að nýta rýmið á margs konar hátt.

Sjöfn Þórðar heimsækir Berglindi á draumapallinn og fær innsýn í nýtinguna og hvernig pallurinn hefur stækkað heimili þeirra og aukið gæðastundir fjölskyldunnar saman utandyra. „Ég er ótrúlega ánægð með útkomuna á pallinum og glöð að verkinu séu lokið,“ segir Berglind og brosir út af eyrum. Sjón er svo sannarlega sögu ríkari. Missið ekki af áhugaverðu innliti í kvöld.

Þátturinn Fasteignir & Heimili verður á dagskrá í kvöld klukkan 20.30.

Nýjast