Hlustum meira og berum virðingu fyrir eldra fólki: þroski má vega þyngra en æska

„Við ættum að auka sveigjan­leika ís­lensks vinnu­markaðar. Fram undan er upp­brot sam­fé­lagsins með fjórðu iðn­byltingunni af völdum tækni sem kallar á breyttar á­herslur þegar kemur að færni og endur­menntun á vinnu­markaðinum. Við munum þurfa að auka sveigjan­leika vinnu­markaðar til að mæta þeim á­skorunum. Mann­auðinn, hug­kvæmni, þekkingu og reynslu, sem liggur á öllum aldurs­bilum, þarf að styrkja og nýta. Þar verður aldur ekki aðal­at­riði heldur þekking og geta.“

Þetta segir Davíð Stefánsson ritstjóri Fréttablaðsins í leiðara í helgarblaðinu. Davíð bendir á að þjóðin eldist hratt og hópurinn á þriðja æviskeiðinu, sem hefst um 65 ára aldur stækkar sífellt. Gangi mann­fjölda­spár eftir verða árið 2035 þeir sem eru 65 ára og eldri yfir 20 prósent mann­fjöldans og árið 2061 yfir 25 prósent. Davíð segir að mikil­vægt sé að veita fólki tæki­færi til að starfa lengur. Davíð segir:

„Við eigum að hlusta meira á þá sem eldri eru og bera fyrir þeim til­hlýði­lega virðingu. Þroski má vega þyngra en æska. Þær föstu mæli­stikur sem liggja í aldurs­mörkum 67 eða 70 ára og jafn­vel yngri, óháð getu eða löngun við­komandi, eru ó­skyn­sam­legar og jafn­vel má færa sterk rök fyrir því að þær séu efna­hags­lega og fé­lags­lega skað­legar.“ Þá segir Davíð á öðrum stað:

„Þegar við horfum upp á mann­eklu og skort á fag­fólki í ýmsum starfs­stéttum skýtur það skökku við að krefjast þess að full­frískt fólk með ríkan vilja til á­fram­haldandi starfa sé skikkað út af vinnu­markaði. Þannig hefur til að mynda tugum lækna með fulla starfs­orku og vilja til starfa verið gert að hætta. Þetta gerist þrátt fyrir að lækna skorti!“

Þá segir Davíð í lok pistilsins:

„Fólk á að hafa val­frelsi um það hve­nær það hættir að vinna og hvernig það stendur að því.“

Hér má lesa pistilinn í heild sinni.