Hjálmar: „í morgun frétti ég svo að hann hefði látist“

„Ég hef verið hugsi í allan dag. Og það hefur eiginlega komið mér á óvart hversu mikið.“

Þannig hefst frásögn eftir Hjálmar Gíslason fjárfesti og stofnanda Data Market en hann er einnig einn eiganda Kjarnans. Í stuttri hugvekju á samfélagsmiðlum fjallar hann um mikilvægi þess að vera þakklátur fyrir heilsu sína og þá sem standa manni næst og rækta tengslin við vini sína. Hjálmar segir:

„Þannig er að fyrir rúmum 20 árum kynntist ég góðum manni og umgekkst hann mikið í rúmt ár í gegnum íþróttir. Þetta var svona maður sem náði að sameina töffaraskap og ljúfmennsku á hátt sem fáum er gefinn. Jafnaldri minn, afburðaíþróttamaður og ég viðurkenni að ég leit mjög upp til hans. Svo skildu leiðir. Við hittumst stöku sinnum á förnum vegi eins og gerist óhjákvæmilega í Reykjavík, en engin regluleg samskipti.“

Í gærmorgun komst hann að því að hans gamli kunningi sem hann leit upp til eftir látist. Hann segir:

„Í morgun frétti ég svo að hann hefði látist í síðustu viku eftir áralanga baráttu við illvígan sjúkdóm. Þetta er svo sem ekki alveg í fyrsta skipti á ævinni sem einhver úr því sem maður gæti kallað „víðari kunningjahóp“ kveður, en einhvern veginn varð þetta mér sterkari áminning en fyrr - og þá einkum um tvennt:“

Hjálmar segir að lokum að hinar sorglegu fregnir minni á að vera ...

„ ... þakklátur fyrir góða heilsu sína og sinna - það er bara tilviljun sem ræður því hver okkar fá stuttu stráin í þessu lífi.
„Að halda í góða fólkið. Halda kynnum, finna fleti. Tengja. Þarf ekki að vera mikið eða djúpt. En ómetanlegt.“