Hildur vann grammy-verðlaun

Hild­ur Guðna­dótt­ir tónskáld vann í kvöld Grammy-verðlaun­ fyr­ir tónlist sína sem hún samdi fyrir sjón­varpsþáttaröðina Chernobyl. Hildur var tilnefnd fyr­ir bestu tónlist í sjón­ræn­um miðlum. Fyrr á árinu hlaut Hildur sín fyrstu Emmy verðlaun fyrir sömu þætti.

Þættirnir fjalla um kjarnorkuslysið sem varð í Úkraínu árið 1986. Hildur vann með hljóð sem hún tók upp í yfirgefnu kjarnorkuveri í Litháen.

Hildur hefur unnið hver verðlaunin á fætur öðrum og tónlist hennar farið sigurför um heiminn. Hildur er tilnefnd til Óskarsverðlauna og þykir afar sigurstrangleg en hún hefur hlotið ein­róma lof fyrir tón­list sína í kvik­myndinni Joker sem fjallar um erkióvin leðurblökumannsins.