Heiti súkkulaðibarinn hjá Kaju heillar gesti og gangandi upp úr skónum – Súkkulaði ilmurinn er svo lokkandi

Á Akranesi er heillandi staður sem allir verða að heimsækja, Matarbúr Kaju.  Matarbúr Kaju er  allt í senn, heild­sala, versl­un og líf­rænt kaffi­hús sem hef­ur að geyma marg­ar þær bestu kök­ur og kræs­ing­ar sem finn­ast hér á landi. Karen Jónsdóttir, sem er að öllu jöfnu kölluð Kaja, er kon­an á bak við þetta allt sam­an.  Hennar regl­a er ein­föld þegar kemur að vöruvali. „All­ar vör­ur eru líf­ræn­ar, um­hverf­i­s­væn­ar og gæðin í há­marki,“ segir Kaja og trú­ir því staðfast­lega að við séum það sem við borðum og með þann boðskap að leiðarljósi stofnaði hún Kaja Org­anic, Mat­ar­búr Kaju og Café Kaju sem blómstr­ar á Skag­an­um og gleður líkama og sál.  Nýjasta viðbótin á Café Kaju er Heiti súkkulaðibarinn. Sjöfn Þórðar heimsækir Kaju á Heita súkkulaðibarinn og  fær Kaju til að laga sín uppáhalds heitu súkkulaði sem eiga það öll sameiginlegt að vera gerð úr lífrænum hágæðahráefnum.  „Mitt uppáhalds í dag er heitt súkkulaði með heslihnetuolíunni, bragðið er ómótstæðilegt,“ segir Kaja og nýtur sín til fulls á súkkulaðibarnum.  Meira um heita súkkulaðibarinn og upplifun Sjafnar í þættinum í kvöld.

Þátturinn Fasteignir & Heimili verður á dagskrá í kvöld klukkan 20.30 og aftur klukkan 22.30 og jafnan ferskur, fjölbreyttur og með persónulegum blæ.