Heimir björn er látinn: „hjartað sló með þeim sem áttu und­ir högg að sækja í þjóðfé­lag­inu“

Heim­ir Björn Ingimars­son, fædd­ist 19. janú­ar 1937. Hann lést 7. júní 2019 í sum­ar­bú­stað sín­um.  Eig­in­kona Heim­is til 61 árs var Stef­an­ía Rósa Sig­ur­jóns­dótt­ir, f. 28. janú­ar 1940, d. 15. fe­brú­ar 2019.

Heim­ir og Rósa bjuggu lengst af á Ak­ur­eyri eða í 43 ár. Heim­ir­ v­ar menntaður húsa­smiður. Hann starfaði sem fram­kvæmda­stjóri og til 12 ára var hann bæj­ar­full­trúi fyr­ir Alþýðubanda­lagið á Akur­eyri. Greint er frá andláti Heimis í Morgunblaðinu. Reynir Ingibjarnarson segir í minningargrein um Heimi:

\"\"„Það verður ekki sagt að vind­arn­ir hafi blásið með þeim sem stóðu að stofn­un hús­næðis­sam­vinnu­fé­laga hér á landi und­ir lok síðustu ald­ar. Árum sam­an var bar­ist fyr­ir lög­gjöf um þetta hús­næðis­form og þær voru marg­ar ferðirn­ar í Alþing­is­húsið.

Að lok­um tókst þó að tryggja þess­um hús­næðis­kosti til­veru­rétt í hús­næðis­kerf­inu. Einn af þeim sem stóðu vakt­ina var Heim­ir Ingimars­son. Eitt af fyrstu hús­næðis­sam­vinnu­fé­lög­un­um sem stofnuð voru und­ir merkj­um Bú­seta var fé­lagið á Ak­ur­eyri. Þar gerðist Heim­ir fljót­lega for­ystumaður. Hann tók líka sæti í stjórn Bú­seta lands­sam­bands og jafn­an kallaður rit­ar­inn. Áður en fundi lauk var Heim­ir oft­ast bú­inn að klára fund­ar­gerðina og þar þurfti ekki að hnika til staf. Svo var Heim­ir lista­skrif­ari.

Heim­ir stýrði skrif­stofu Bú­seta á Ak­ur­eyri í fjölda ára og hann kom einnig við sögu Hús­næðis­sam­vinnu­fé­lags­ins Búmanna á fyrstu árum fé­lags­ins á Ak­ur­eyri.

Heim­ir var fé­lags­mála­maður í bestu merk­ingu þess orðs og hjartað sló með þeim sem áttu und­ir högg að sækja í þjóðfé­lag­inu.“