Hávær öskur og nágrannaerjur í faxafeni: „þetta voru eins og óhljóð í dýrum“

Óvenjulegar nágrannaerjur skekja nú Faxafen 12 sem lengi hefur verið höfuðvígi íslenskrar skáklistar. Í húsinu eru Taflfélag Reykjavíkur og Skáksamband Íslands og hafa verið þar í áratugi. Einnig er rekin fjölbreytt atvinnustarfsemi í húsinu. Fréttablaðið greinir frá.

Þar sem skák krefst einbeitingar og iðkendur viðkvæmir fyrir hávaða hrósuðu menn þar á bæ happi þegar þegar líkams- og hugræktarstöðin Primal flutti í næsta rými við aðalkeppnissalinn. Iðkendur fréttu að þar ætti að leggja áherslu á hugrækt og jóga.

Fljótlega fór að bera á dýrslegum öskrum úr salarkynnum nágrannans og átti það sér stað á meðan mikilvægasta mót ársins var í gangi en námskeið í öskurjóga fór þá fram.

„Ég hef bara uppi efasemdir um hvert við erum komin sem samfélag,“ segir skákmeistarinn Sigurbjörn Björnsson í samtali við Fréttablaðið.  Alþjóðlegi meistarinn Davíð Kjartansson hafði þetta að segja:

„Þetta voru eins og óhljóð í dýrum.“

Nánar má lesa um þetta sérkennilega mál á vef Fréttablaðsins.