Haraldur sveinsson kvaddur: traustur og hlýr

\"\"Har­ald­ur Sveins­son fædd­ist í Reykja­vík 15. júní 1925. Hann lést í Brákar­hlíð í Borg­ar­nesi 21. sept­em­ber 2019. Har­ald­ur Sveins­son var einn af burðarás­un­um í sögu Morg­un­blaðsins en hann sett­ist í stjórn Árvak­urs, út­gáfu­fé­lags Morg­un­blaðsins, árið 1951 þegar hann tók sæti föður síns, Sveins M. Sveins­son­ar. Þrem­ur árum síðar var hann orðinn stjórn­ar­formaður.

Har­ald­ur var fram­kvæmda­stjóri Morg­un­blaðsins frá 1968 til 1995. Hann var stjórn­ar­formaður Árvak­urs frá 1954 til 1969 og aft­ur eft­ir að hann lét af starfi fram­kvæmda­stjóra frá 1995 til 2005. Greint er frá andláti Haraldar í Morgunblaðinu og ítarlega fjallað um störf hans á fjölmiðlinum.

Í kveðju frá Árvakti er vitnað í Harald:

 „Ég byrja hvern vinnu­dag á Morg­un­blaðinu með því að skoða stöðu fyr­ir­tæk­is­ins það sem af er ár­inu og hvernig staðan var fyr­ir ári á sama tíma.“

Þá er Haraldur sagður hafa staðið með starfsmönnum ef á móti blés. Í kveðju Árvakurs segir:

„Har­ald­ur var heill og rétt­sýnn í öll­um sín­um sam­skipt­um og orð hans stóðu eins og staf­ur á bók. Við leiðarlok eru Har­aldi Sveins­syni þökkuð far­sæl og verðmæt störf og traust vinátta og stuðning­ur og fjöl­skyldu hans send­ar inni­leg­ar samúðarkveðjur.“

Þá skrifar Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, minningargrein um Harald. Þar segir:

„Har­ald­ur Sveins­son minnti mig alltaf á gaml­an bónda, traust­ur og hlýr, var annt um hag starfs­manna sinna og fast­ur fyr­ir, ef svo bar við. Hann var fram­kvæmda­stjóri Morg­un­blaðsins mest­an hluta þess tíma, sem ég starfaði á Morg­un­blaðinu og stjórn­ar­formaður Árvak­urs hf., út­gáfu­fé­lags blaðsins, bæði fyr­ir og eft­ir þann tíma.

Raun­ar var hann eins kon­ar bóndi á Álfta­nesi á Mýr­um, jörð sem hann átti og hesta­mennska var hans áhuga­mál. Við átt­um sam­eig­in­legt áhuga­mál, sem var hag­ur sveit­anna og land­búnaðar­ins. Slík eru áhrif sveit­anna á fólk, sem á yngri árum er svo heppið að kom­ast í snert­ingu við þann þátt þjóðlífs­ins.

Sam­starf fram­kvæmda­stjóra Morg­un­blaðsins og rit­stjóra var mjög náið og sam­skipti dag­leg. Verka­skipt­ing­in var skýr og sjálf­stæði rit­stjórn­ar ótví­rætt. En að sjálf­sögðu voru skoðanir oft skipt­ar. Hefðbundið ágrein­ings­efni var, hvort efni blaðsins væri of þungt fyr­ir hinn al­menna les­anda og hvort auka ætti það sem kall­ast mætti létt­meti.

Kannski var sjálf­stæði rit­stjórn­ar staðfest með skýrust­um hætti í þeim deil­um sem stóðu um svo­kallað fjöl­miðlafrum­varp rík­is­stjórn­ar Davíðs Odds­son­ar. Rit­stjórn blaðsins barðist hart fyr­ir því á sama tíma og stjórn Árvak­urs hf. tók allt aðra af­stöðu.

En um annað mál, sem olli ágrein­ingi á öðrum vett­vangi, var órofa samstaða á milli rit­stjóra Morg­un­blaðsins og Har­ald­ar og annarra eig­enda blaðsins, en það sner­ist um tengsl Morg­un­blaðsins við Sjálf­stæðis­flokk­inn.

Í þeim átök­um, sem stóðu með hlé­um í ára­tugi, stóð Har­ald­ur Sveins­son eins og klett­ur að baki rit­stjór­um blaðsins í því að úti­loka af­skipti Sjálf­stæðis­flokks­ins og for­ráðamanna hans, hverju sinni, af dag­legri rit­stjórn blaðsins.

En að sjálf­sögðu hafði hann, eins og aðrir eig­end­ur blaðsins, sín­ar skoðanir á því sem gert var hverju sinni á rit­stjórn­inni og þeirri af­stöðu, sem blaðið tók til ein­stakra mála. Lengi vel hitt­ust rit­stjór­ar og eig­end­ur einu sinni á ári yfir kvöld­verði, sem gat staðið fram á næsta morg­un, þar sem við rit­stjór­arn­ir vor­um tekn­ir í gegn en héld­um jafn­an uppi hörðum vörn­um. Þetta voru eft­ir­minni­leg­ir fund­ir sem höfðu eng­in áhrif á þá vináttu sem ríkti inn­an þessa hóps.

Mér er minn­is­stætt, að þegar æsku­vin­ur minni, Ragn­ar Arn­alds, var fjár­málaráðherra og Morg­un­blaðið gerði at­huga­semd­ir við stefnu hans og störf, tók Har­ald­ur upp hanzkann fyr­ir Ragn­ar og sagði ít­rekað við mig að Ragn­ar væri einn bezti fjár­málaráðherra sem hér hefði setið. Har­ald­ur fann í Ragn­ari „íhalds­mann á al­manna­fé“, svo gripið sé til orða sem ann­ar áhrifamaður á vinstri kant­in­um notaði einu sinni.

Þegar ann­ar æsku­vin­ur minn, Jón Bald­vin Hanni­bals­son, var rit­stjóri Alþýðublaðsins um skeið hafði Har­ald­ur orð á því við mig að í því blaði birt­ust beztu leiðarar í íslenzkum blöðum þá stund­ina.

Mér þótti vænt um þessi um­mæli hans um mína gömlu vini, sem ekki voru al­geng í okk­ar her­búðum í þá daga.

\"\"

Þá skrifar Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélag Íslands minningargrein. Þar segir:

„Þegar ég hóf störf á Morg­un­blaðinu snemma á ní­unda ára­tugn­um var Har­ald­ur fram­kvæmda­stjóri þar og var það lengst af því tíma­bili sem ég starfaði þar, sem spannaði ald­ar­fjórðung þegar upp var staðið. Í mín­um huga var Har­ald­ur fyr­ir­mynd at­vinnu­veit­enda og hvernig á að nálg­ast það vanda­sama hlut­verk. Morg­un­blaðið á þess­um tíma var ein­stak­ur vinnustaður og ég hef ekki hitt gaml­an vinnu­fé­laga, sama úr hvaða starfs­grein, sem ekki er sama sinn­is. Har­ald­ur átti ekki lít­inn þátt í því. Orðum hans mátti treysta full­kom­lega. Maður upp­lifði sann­an liðsanda sem starfsmaður á Morg­un­blaðinu og hafði það á til­finn­ing­unni að vera hluti af heild og að ef eitt­hvað bjátaði á myndi vinnustaður­inn standa með manni. Eft­ir höfðinu dansa lim­irn­ir. Þar til viðbót­ar upp­lifði ég það aldrei þannig að Morg­un­blaðið væri rekið í hagnaðarskyni fyrst og fremst, svo ein­kenni­lega sem það kann að hljóma í eyr­um nú­tím­ans. Metnaður­inn fyr­ir Morg­un­blaðinu og hlut­verki þess í ís­lensku sam­fé­lagi var alltaf í for­grunni, þó það sé auðvitað grunn­for­senda alls rekstr­ar að tekj­ur séu um­fram gjöld. Sann­kölluð for­rétt­indi að hafa fengið að starfa á Morg­un­blaðinu á þessu tíma­bili.

Ég hygg að þegar Morg­un­blaðið var fyr­ir­ferðarmest á ís­lensk­um fjöl­miðlamarkaði hafi um þriðjung­ur fa­stráðinna fé­laga í Blaðamanna­fé­lagi Íslands starfað þar. Eðli­lega var oft tek­ist á um kaup og kjör, en þegar ég kom að því borði var Har­ald­ur ekki leng­ur í for­ystu fyr­ir samn­inga­nefnd Fé­lags ís­lenskra prentiðnaðar­ins. Gaml­ir samn­inga­nefnd­ar­menn Blaðamanna­fé­lags­ins segja mér hins veg­ar að hann hafi verið ein­stak­lega rétt­sýnn og viðræðugóður, þó hann héldi fram sín­um málstað af ein­urð. Ég kynnt­ist hon­um hins veg­ar í stjórn Líf­eyr­is­sjóðs blaðamanna, þar sem hann var formaður um ára­tuga­skeið. Ég held að Har­ald­ur hafi litið þannig á að það væri ein af skyld­um vinnu­veit­enda að tryggja starfs­mönn­um sín­um fram­færslu eft­ir að starfs­deg­in­um lyki. Í stjórn líf­eyr­is­sjóðsins var starfs­and­inn ein­stak­lega góður. Þar höfðu all­ir það sam­eig­in­lega mark­mið að tryggja ávöxt­un líf­eyr­is­sjóðsins sem best með sem minnstri áhættu og aldrei kom til umræðu að stjórn­ar­laun væru greidd fyr­ir starfið þar. Fólk sem sótt­ist eft­ir trúnaðar­störf­um átti að gera það vegna áhuga á mál­efn­inu og ekki hafa af því per­sónu­leg­an ávinn­ing. Reynd­in var svo sú að þegar Líf­eyr­is­sjóður blaðamanna sam­einaðist Líf­eyr­is­sjóði versl­un­ar­manna um alda­mót­in 2000 vegna ákvæða laga um lág­marks­stærð líf­eyr­is­sjóða, var hægt að auka rétt­indi sjóðfé­laga um fjórðung vegna sterkr­ar eigna­stöðu sjóðsins.

Að leiðarlok­um þakk­ar Blaðamanna­fé­lag Íslands Har­aldi fyr­ir sam­fylgd­ina um ára­tuga­skeið og biður fjöl­skyldu hans Guðs bless­un­ar.“