Ísland bjargaði Halldóri: „Ég vil þakka Íslendingum fyrir að hafa leyft okkur að koma og búa hér á landi“

Ísland bjargaði Halldóri: „Ég vil þakka Íslendingum fyrir að hafa leyft okkur að koma og búa hér á landi“

Fyrir 40 árum síðan komu 34 flóttamenn frá Víetnam til Íslands. Ísland samþykkti árið 1979 að taka á móti flóttamönnum til landsins í samvinnu við Sameinuðu Þjóðirnar. Eftir að Norður-Víetnam réðst inn í Suður-Víetnam árið 1975 flúðu tugir þúsunda Suður-Víetnama til nágrannaríkja.
 

Halldór kom til landsins fyrir 40 árum.

 
Halldór var eingöngu 25 ára þegar hann kom til landsins. Hann kom úr flóttamannabúðum í Malasíu þar sem hann hafði dvalið í um fjóra mánuði. Fljótt eftir að hann kom til Íslands lærði hann íslensku og fór að vinna í fiski. Hann hóf svo seinna nám í vélvirkjun í Iðnskólanum í Reykjavík og útskrifaðist þaðan. Hann hefur unnið sem vélvirki alla tíð síðan en hann hefur einnig starfað sem túlkur hér á landi.
 
 
Í samtali við RÚV sagði Halldór að eitthvað væri um fordóma á Íslandi en segir að flestir Íslendingar séu góðir. Halldór segir:
 
„Varðandi fordóma, þeir eru alls staðar í heiminum. Flestir Íslendingar eru góðir en auðvitað er alltaf einn og einn sem er með fordóma. Það er leiðinlegt að tala um fordóma en þeir eru til.“
 

Þá segir Halldór að lokum:

„Ég vil bara þakka Íslendingum fyrir að hafa leyft okkur að koma og búa hér á landi. Ég vil þakka fyrir það. Það er geggjað fyrir okkur.“

Nýjast