Hafnarfjarðarbær býður allt að 30% afslátt af lóðum fyrir umhverfisvænar byggingar

Hafnarfjarðarbær mun bjóða lóðir á allt að 30% afslætti sé uppbygging á lóðunum umhverfisvistvottuð. Vonast sveitarfélagið að fleiri sveitarfélög geri slíkt hið sama. Í kjölfarið hefur Hafnarfjarðarbær ákveðið að ganga til liðs við Grænni Byggðar með það að leiðarljósi að leggja áfram sín lóð á vogarskálar sjálfbærrar uppbyggingar.

\"Það er mikill fengur í Hafnarfjarðarbæ í starf Grænni Byggðar og það gleður okkur að sjá jafn stórt sveitarfélag og Hafnarfjörð taka græn skref til framtíðar,\" segir Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir framkvæmdarstjóri Grænni Byggðar. Græn Byggð er samstarfsvettvangur fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga sem vilja stuðla að sjálfbærni í hinu byggða umhverfi og vistvænum áherslum í uppbyggingu.