Hafið þið séð fallegra hundaherbergi?

Hönnun & lífstíll

Hafið þið séð fallegra hundaherbergi?

Arabía er alsæl með nýja herbergið sitt
Arabía er alsæl með nýja herbergið sitt

Allir heimilismeðlimir þurfa að eiga sinn griðastað, herbergi sem yljar og heldur utan um eigandann, bæði menn og dýr.  Kristín Edwald hæstaréttarlögmaður hjá LEX og okkar Martha Stewart fyrir sína einstöku snilld í eldhúsinu og fjölskylda hennar hafa eignast nýja fjölskyldumeðlim sem er búin að bræða hjörtu allra fjölskyldumeðlima.  Þetta er hún Arabía, fallegur hundur, af tegundinni Border Collie, sem er hvers manns hugljúfi.

Nú hefur Kristín fjárfest í hundaherbergi fyrir Arabíu og Arabía er alsæl með nýja herbergið sitt.  Hundaherbergið fékk Kristín í Þýskalandi.  „Hundaherbergið kemur frá þýsku fyrirtæki sem heitir Dobar.  Dobar framleiðir ýmsar skemmtilegar vörur fyrir gæludýr og fyrir garðinn,“ segir Kristín.  Hver voru fyrstu viðbrögð Arabíu við þessu fína hundaherbergi?  „Hún var strax mjög ánægð.  Lagðist fyrst inn í það og fór svo að draga dótið sitt inn,“ segir Kristín og er einstaklega lukkuleg með viðbrögð Arabíu og hversu vel hundaherbergið passar inn á heimilið.  Kristínu er margt til lista lagt fyrir utan lögmannsstörfin, hún er hefur grænar fingur, er mikill fagurkeri sem töfrar gjarnan fram ómótstæðilegar kræsingar úr eldhúsinu og bakar að hjartans list. Nú á Arabía stóran hlut í hjarta hennar og Kristín er farin að baka sælkera hundakex.  Allir fá eitthvað við sitt hæfi þegar Kristín er annars vegar.

 

 

Nýjast