Hrikalegar aðstæður á keppnisdegi: „Með hverju árinu verð ég meira stressuð“

MXON: Hætta, adrenalín og leirbað í nýjasta þætti Eldhuga - Sjáðu allan þáttinn

Hrikalegar aðstæður á keppnisdegi: „Með hverju árinu verð ég meira stressuð“

Í nýjasta þætti Eldhuga fylgdi Snædís þeim Eyþóri Reynissyni, Einari Sigurðssyni og Ingva Birni Birgissyni til Hollands þar sem þeir kepptu á einu stærsta mótorkrossmóti í EVRÓPU, MXON.

Í þættinum ræddi Snædís meðal annars við foreldra Ingva og afa Eyþórs sem fylgja drengjunum út um allan heim.

„Þið eruð foreldrar Ingva, hvernig er að fylgja honum á svona viðburð?“ spurði Snædís þau Lilju Ingvadóttur og Birgir Guðbjörnsson foreldra Ingva.

„Með hverju árinu verð ég meira stressuð, það má segja það. Þó að ég hafi farið mjög oft. Hann fór í fyrsta skiptið að keppa þegar hann var 16 ára og var yngsti íslendingurinn til þess að keppa á MXON.“ Segir Lilja.

Snædís spurði þá Birgi faðir Ingva hvort ekki tæki á taugarnar að fylgjast með syninum:

„Þetta er bara alltaf skemmtilegra og skemmtilegra. Ég er reyndar alltaf ofboðslega rólegur og það er svo skemmtilegt að horfa á þetta. Svo er Ingvi líka voða rólegur sjálfur, þannig að það er alltaf skemmtilegt að koma og þessi staður er náttúrulega alveg geðveikur.“

Afi Eyþórs, Jón Magngeirsson hefur fylgst með afadrengnum sínum á mótorhjóli frá því að hann var aðeins barn. Snædís velti því fyrir sér hvernig honum þætti að fylgja barnabarni sínu á svona stóru móti?

„Ég byrjaði að horfa á hann á mótorhjóli þegar hann var fjögurra ára gamall og er búinn að horfa á hann síðan. Þetta er bara toppurinn af tilverunni, það er ekkert öðruvísi,“ svaraði Jón stoltur af sínu barnabarni.

Brautin sem strákarnir keppa á er lögð yfir götuhjólabraut sem er þó ekki vaninn í mótorkrosskeppnum. Þá eru mörg tonn af sandi flutt á móttstað og hann lagður yfir malbikið. Því þurfa keppendur því ekki að hafa eins miklar áhyggjur af drullusvaði ef það rignir.

Á keppnisdegi voru aðstæður þó hrikalega slæmar. Gríðarleg rigning var á svæðinu og brautin breyttist í leirbað. Ingvi Björn féll og slasaðist á hné snemma í keppninni en Eyþór og Einar skiluðu glæsilegum árangri.

Horfið á spennandi þátt Eldhuga í heild sinni hér fyrir neðan:

 

Nýjast